19.8.2007 | 14:52
Vonbrigði
Síðustu dagar hafa verið, já, ágætir.
Byrjum á fimmtudeginum, fórum upp í Veiðivötn, náði í einn 4 punda urriða.
Þá er það klárt´.
Svo var farið á tónleika Kaupþings á Föstudaginn. SSSól, allt í lagi. Luxor&Nylon> hörmung, að mér fannst. Ekkert á bakvið þetta hjá þessum Luxor gaurum, syngja allir mjög vel, en ég meina, þetta er bara gróðastarfsemi, það er engin meining á bakvið þetta. Og nylon, mér fannst bara eitthvað vanta. Mugison var lang bestur! engin spurning! Vonbrigði kvöldsins voru samt klárlega "stuð"menn. Hef ekki einu sinni samvisku í að kalla þá STUÐmenn. Þeir mættu þarna með farmagnstrommusett, og 4 hljómborð í einhverjum fáranlegum búningum sem minntu helst á scaniu 74! Alveg hörmung. Og til að toppa slappa tónleika var soundið glatað! Virkaði svoldið ópró á mig. Oft eins og eitthvað væri ekki alveg í sambandi, mér fannst líka oft eins og talað væri í gegnum dollu.
Menningarnótt í gær. Mjög gaman, labbaði örugglega 150 upp og niður laugaveginn, UFF. Það var reyndar ekkert frábært! En Miklatún var fínt. Var reyndar mjög svekktur að missa af Ljótu Hálfvitunum. En Pétur Ben bætti þann missi upp. Verð reyndar að segja að mér fannst soundið ekki heldur gott þar. Sérstaklega á seinni tónleikunum. Og mest þá hjá Eivöru. Fyrsta lagið? Var þetta eitthvað djók? Þeir létu hana bara klára lagið í mæk, sem var í í frontinum s.s það heyrðist ekkert í honum fram, til áhorfenda, heyrðist bara smá í mónitoronum uppi á sviði. Ég átti ekki til orð. Jabb nöldur nöldur nöldur. En aftur að fyrri tónleikunum, þá fannst mér ein hljómsveit ekki eiga heima þarna. Það voru kallarnir í Vonbrigði. Mér var bara kalt af kjánahrolli að horfa á þetta, og ekki skánaði þetta þegar trommarinn reif sig úr að ofan! Hvað var það? Ég hefði reyndar örugglega tekið þá í sátt hefðu þeir tekið sitt frægasta lag. Ó Reykjavík.
En í dag er leitdagur ! er búinn að horfa á eina dvdmynd í dag, og á svona 2-3 eftir:) hauguinn ég!
Bowling for Columbine, heimildar mynd eftir Michael Moore er ekkert smá áhugaverð, hún opnar algjörlega fyrir manni heim sem maður hefur ekkert spáð í. Td: tölur yfir fólk sem hefur verið drepið með byssu í Bandaríkjunum eru um það bil 1000% hærri en hjá næsta landi fyrir neðan. Í Bandaríkjunum eru að meðal tali drepnir 11,127 á ári með byssu. En mig minnir að Japan eða eitthvað komi næst með 250 eða eitthvað álika. Þá erum við samt vitnalega að tala um fyrir utan Írak, og Afgahnistan. Erum bara að tala um lönd þar sem allt á að teljast í eðlilegum skorðum.
En jæja, Hostel eða Cool Runnings bíða:) veit ekki hvor verður fyrir valinu. Það kemur í ljós
SB
Um bloggið
Djúpi
Bloggvinir
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grjóni hvað tók urriðinn, ég varþarna innfrá og var með makríl en varð ekki var.
Eiríkur Harðarson, 19.8.2007 kl. 16:13
Hann tók Silvraðann Toby:)
Sigurjon (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 16:29
Deili algjörlega með þér skoðun á þessum tónleikum, horfði svona með öðru og var frekar skúffuð með þetta allt. Einar verður bara að halda sig erlendis eftir þetta og nú skjótum við stuð-menn endanlega inn á Grund, ekki spurning. Það hefði þurft að fá allvöru hljóðstjórnendur í þessa tónleika báða.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 20:43
Sammála þér með Mugison og Pétur Ben. Þeir áttu að enda helvítis kvöldið. Láta þá bara labba inná sviðið meðan Stuðmenn væru að spila og yfirgnæva leiðinlega tölvupoppið þeirra með ryþmandi gítarhljóm :)
Ragnar Sigurðarson, 21.8.2007 kl. 01:00
ég labbaði einmitt út af tónleikunum þegar stuðmenn byrjuðu, ég fékk bara nóg!
en þú lést ekkert sjá þig á dillon á menningarnótt, það var á sama tíma og seinni miklatúnstónleikarnir voru. þar voru dikta, hoffman, lights on the highway, jeff who? og mínus. það var geggjuð stemning þarna, fannst það eiginlega toppurinn á menningarnótt...
birna (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.