Umferðar "menning"

Síðustu daga hef ég þurft að fara alla morgna til Reykjavíkur. Sem er í sjálfu sér allt í lagi.

EN umferðin í höfuðborg Íslands og Vestmannaeyja, er hrillingur! Íslendingar kunna bara ekki að keyra! Ég sjálfur er sjálfsagt engin undantekning. En hvað veldur? Léleg kennsla? Vanmat ökumanna á hæfni sinni og eða annara? Það að fólk sé einfaldlega utan við sig við akstur? Ég spyr?

Allavega 3 í dag var næstum búið að keyra á mig, í dag beið ég um það bil 49 mín á grænu ljósi! Missti 210 af græna ljósinu því hinir á undan mér voru of seinir af stað! Ég gæti sko vel haldið áfram.

Þetta segir okkur það að allt það sem ég taldi upp að ofan á við um ökuhæfni Íslendinga.

En hvað um það, nóg væl í bili.

Mér kross brá heldur betur í gær morgun þegar ég var að hlusta á hádegis fréttir Bylgjunar. Það var verið að fjalla um kaup Glitinis á Hollenska bankanum NIBC. Annað hvort misheyrði ég eða fréttaþulurinn, mismælti sig all svakalega. Hann sagði að Glitnir hefði keypt bankann fyrir 2700 Milljarða! Eða allavega fannst mér hann segja það. Sem ég býst samt passlega við að hann hafi ekki sagt það, heldur að mér hafi misheyrst.

 

Jæja, Veiðivötn eftir 10 mín og ég ekki byrjaður að finna mig til.

Ekki gott.

 

Þar til næst

 

SB 

 


Mættur

Kvöldið

 

Jæja, þá á að reyna einu sinni enn, hef reyndar aldrei verið hér áður, bara annarstaðar. Vonandi gengur þetta eitthvað betur. Jú fyrir þá sem fatta engann veginn hvað ég á við á ég við það að "blogga".

 En nóg um það, ég gerðist góður borgari áðan og hét á mömmu gömlu í Reykjarvikurmarathoninu. Hún ætlar aðsjálfsögðu að hlaupa fyrir FASS(félag Aðstandand með Alzheimer). Ég er svoleiðis að rifna úr stollti af henni, og að sjálfsögðu Simma Bróðir hennar. Eins og þeir sem mig og mina fameli þekkja höfum við jú staðið ansi nálægt þeim illvæga sjúkdómi sem Alzheimer er.

 Ég get annars ekki beðið eftir morgundeginum, vinna fram að hádegi, og svo beinustu leið í Veiðivötn! Það hefur víst sjaldan veiðst jafnvel þar og akkurat núna.  Og að sjálfsögðu er það "Strekkingur" í Hrauneyjum. Get ekki beðið! 

 

En jæja nóg í bili, þar til næst

 

Sb 


« Fyrri síða

Um bloggið

Djúpi

Höfundur

Sigurjón Bergsson
Sigurjón Bergsson
Áhugamaður um tónlist, pólitík oflofl
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Með eða á móti nýju miðbæjarskipulagi á Selfossi?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 171

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband